fbpx
Mánudagur 20.mars 2023
433Sport

Arnar Þór tjáir sig um fjarveru Alberts – Segir hann ekki til í að vera á sömu forsendum og aðrir

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 15. mars 2023 11:13

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari Íslands segir það vonbrigði að Albert Guðmundsson hafi ekki viljað sæti í landsliðshópnum á sömu forsendum og aðrir leikmenn.

Albert er ekki í hópnum sem kynntur var rétt í þessu.

„Ég hringdi í Albert og við ræddum saman. Niðurstaðan er sú að ég vel hann ekki að þessu sinni,“ segir Arnar Þór.

Meira:
Landsliðshópur Íslands – Albert Guðmundsson og Birkir Bjarnason ekki í hópnum

Arnar Þór setti Albert úr hópnum síðasta haust og sagði hann hugarfar leikmannsins ekki gott.

„Það eru vonbrigði að hann sé ekki tilbúinn til að koma inn í landsliðið á forsendum liðsins. Þessar forsendur eru þær sömu fyrir alla leikmenn, hvort sem þú ert 19 ára eða 34 ára. Það er fullt af leikmönnum með mikla hæfileika í þessum landsliðshópi,“ segir Arnar.

„Akkúrat núna er marsverkefnið okkar framundan, ný undankeppni að byrja, og þá er mikilvægt að vera með fókus á það verkefni og þann hóp sem við erum með. Það ætlum við að gera, ég og þjálfarateymið, starfsliðið og leikmennirnir, allir saman sem eitt lið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Athugulir netverjar tóku eftir mynd sem stjarna Manchester United eyddi – Birti myndina svo aftur og þá vantaði eitt

Athugulir netverjar tóku eftir mynd sem stjarna Manchester United eyddi – Birti myndina svo aftur og þá vantaði eitt
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Liverpool færist fjær kaupum á Bellingham – City og Madrid talin í sterkari stöðu

Liverpool færist fjær kaupum á Bellingham – City og Madrid talin í sterkari stöðu
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Haaland setti fyrsta heimsmetið aðeins fimm ára gamall – Ótrúlegt undrabarn

Haaland setti fyrsta heimsmetið aðeins fimm ára gamall – Ótrúlegt undrabarn
433Sport
Í gær

Ancelotti með létt skot á eigin leikmann – Segir hann ekki fallegan í útliti

Ancelotti með létt skot á eigin leikmann – Segir hann ekki fallegan í útliti