fbpx
Föstudagur 24.mars 2023
433Sport

Nike sendir frá sér yfirlýsingu eftir breytingar Greenwood á Instagram um helgina

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 6. febrúar 2023 13:30

Mason Greenwood / Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nike hefur séð sig tilneytt til þess að senda frá sér yfirlýsingu vegna breytinga hjá Mason Greenwood á Instagram um helgina. Hann sagði sig meðal annars vera Nike íþróttamann á nýjan leik en því hafnar fyrirtækið.

Greenwood var fyrir helgi hreinsaður af öllum ásökunum um gróft ofbeldi. Hann hefur ekki spilað fótbolta í meira en ár í kjölfar þess að hann var ákærður fyrir tilraun til nauðgunar, stjórnandi hegðun og líkamsárás, allt gegn fyrrverandi kærustu sinni Harriet Robson.

Robson birti myndir og myndbönd á samfélagsmiðlum og sakaði Greenwood um gróft ofbeldi. Lykil vitni í málinu létu svo lögreglu vita að þau myndu ekki bera vitni og þá komu ný gögn fram sem varð til þess að lögreglan lét málið niður falla.

Greenwood má ekki mæta á æfingar hjá United og skoðar félagið málið, mikið ákall er um það að félagið noti hann ekki vegna þeirra ásakana sem Robson setti fram.

Greenwood fór á Instagram í gær og skráði sig sem leikmann Manchester United og sem Nike íþróttamanna. Nike rifti samningi Greenwood þegar ásakanir á hendur honum komu upp.

„Mason Greenwood er ekki lengur Nike íþróttamaður,“ segir í yfirlýsingu fyrirtæksins og því fer sóknarmaðurinn þarna með rangt mál.

Þá hreinsaði Greenwood til í myndum á Instagram síðu sinni og tók út forsíðumyndina af síðu sinni.

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Auknar líkur á því að Glazer fjölskyldan muni ekki selja United

Auknar líkur á því að Glazer fjölskyldan muni ekki selja United
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Ný ritgerð varpar skýrara ljósi á KSÍ krísuna: Ekki góð hugmynd að ræða við RÚV – „Það var ákvörðun Guðna og ráðgjafanna“

Ný ritgerð varpar skýrara ljósi á KSÍ krísuna: Ekki góð hugmynd að ræða við RÚV – „Það var ákvörðun Guðna og ráðgjafanna“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Staðan og úrslit kvöldsins í riðli Íslands: Ronaldo minnti á sig í Evrópu – Jafnt í Slóvakíu

Staðan og úrslit kvöldsins í riðli Íslands: Ronaldo minnti á sig í Evrópu – Jafnt í Slóvakíu
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Jón Dagur segir mörkin sem Ísland fékk á sig hafa haft of mikil áhrif á liðið – „Það er bara áfram gakk, ekkert annað í stöðunni“

Jón Dagur segir mörkin sem Ísland fékk á sig hafa haft of mikil áhrif á liðið – „Það er bara áfram gakk, ekkert annað í stöðunni“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Einkunnir úr slæmu tapi Íslands gegn Bosníu: Hæsta einkunn 5 – Varnarlínan fær falleinkunn

Einkunnir úr slæmu tapi Íslands gegn Bosníu: Hæsta einkunn 5 – Varnarlínan fær falleinkunn
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Íslenska landsliðið beið afhroð í Bosníu

Íslenska landsliðið beið afhroð í Bosníu
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sjáðu markið: Hræðilegur varnarleikur er Ísland lenti undir gegn Bosníu

Sjáðu markið: Hræðilegur varnarleikur er Ísland lenti undir gegn Bosníu
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Forráðamenn Bayern íhuga alvarlega að reka Nagelsmann – Tuchel talinn líklegastur til að stíga inn

Forráðamenn Bayern íhuga alvarlega að reka Nagelsmann – Tuchel talinn líklegastur til að stíga inn