fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
433Sport

Ætla sér að sigra Liverpool í baráttunni um Bellingham – Eitt gæti gert útslagið

Helgi Sigurðsson
Fimmtudaginn 2. febrúar 2023 13:04

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það virðist sem svo að Liverpool og Real Madrid séu áfram líklegustu áfangastaðir Jude Bellingham í sumar. Talið er að það sé í forgangi hjá báðum félögum að landa leikmanninum.

AS á Spáni segir frá því að Real Madrid sé staðráðið í að fá þennan 19 ára gamla miðjumann Dortmund, en hann þykir einn sá allra mest spennandi í heimsfótboltanum.

Hins vegar þyrfti spænska stórveldið að sigra Liverpool í baráttunni um leikmanninn. Jurgen Klopp og félagar hafa verið taldir ívið líklegri til að landa Bellingham.

Liverpool er hins vegar ekki í góðri stöðu í ensku úrvalsdeildinni. Fari svo að Real Madrid verði í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð en Liverpool ekki gæti það skipt sköpum.

Á þessari leiktíð hefur Bellingham byrjað nær alla leiki Dortmund í efstu deild Þýskalands. Hann hefur alls skorað fjögur mörk og lagt upp þrjú í sautján leikjum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Goðsögn Manchester United hefði viljað fá að spila þarna á ferlinum

Goðsögn Manchester United hefði viljað fá að spila þarna á ferlinum
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Fyrrum stjóri Manchester United staðfestir viðræður

Fyrrum stjóri Manchester United staðfestir viðræður
433Sport
Í gær

Algjör U-beygja hjá Xavi

Algjör U-beygja hjá Xavi
433Sport
Í gær

Arnar spurður út í ákvörðun sína – „Það er ekkert meira um það að segja“

Arnar spurður út í ákvörðun sína – „Það er ekkert meira um það að segja“