fbpx
Þriðjudagur 21.mars 2023
433Sport

PSG tók of seint við sér og Bayern leiðir eftir fyrri leikinn – Milan með sigur á Tottenham

Helgi Sigurðsson
Þriðjudaginn 14. febrúar 2023 21:59

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir leikir fóru fram í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld.

Í París tóku heimamenn í PSG á móti Bayern Munchen í sannkölluðum stórleik.

Bayern var mun sterkari aðilinn í fyrri hálfleik en tókst ekki að nýta sér það. Markalaust var þegar liðin gengu til búningsherbergja.

Snemma í seinni hálfleik skoruðu Þjóðverjarnir hins vegar. Þar var að verki Kinsgley Coman eftir frábæra sendingu Alphonso Davies. Óhætt er að setja spurningamerki við Gianluigi Donnarumma í markinu.

Gestirnir voru áfram betri í kjölfar marksins en PSG tók skyndilega við sér þegar um 20 mínútur lifðu leiks og sóttu án afláts. Átti Nuno Mendes, sem og innkoma Kylian Mbappe af bekknum, stóran þátt í því.

Mbappe tókst að koma boltanum í netið eftir frábæran sprett Mendes á 82. mínútu en sá síðarnefndi var dæmdur rangstæður með hjálp VAR. Það stóð afar tæpt.

Í blálokin fékk Benjamin Pavard í liði Bayern sitt annað gula spjald og þar með rautt fyrir brot á Lionel Messi.

Meira var ekki skorað og lokatölur 0-1.

PSG 0-1 Bayern Munchen
Kingsley Coman (53′)

Þá tóku Ítalíumeistarar AC Milan á móti Tottenham.

Heimamenn fengu draumabyrjun þegar Brahim Diaz skoraði á 7. mínútu.

Fyrri hálfleikur var fremur jafn og gerðu gestirnir frá Englandi sig líklega til að skora þegar leið á hann.

Milan leiddi hins vegar í hálfleik.

Heimamenn fengu betri tækifæri til að skora í seinni hálfleik. Meira var þó ekki skorað í leiknum.

AC Milan 1-0 Tottenham
Brahim Diaz (7′)

Getty Images
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Varpa ljósi á þær kröfur sem Tottenham setur eigi að selja Kane

Varpa ljósi á þær kröfur sem Tottenham setur eigi að selja Kane
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Landsliðsþjálfari Englendinga fundaði með ráðherra og hefur miklar áhyggjur af stöðu mála

Landsliðsþjálfari Englendinga fundaði með ráðherra og hefur miklar áhyggjur af stöðu mála
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Hákon Arnar framlengir samning sinn við FC Kaupmannahöfn – „Hákon er einn mest spennandi leikmaður sem við höfum séð í Danmörku í mörg ár“

Hákon Arnar framlengir samning sinn við FC Kaupmannahöfn – „Hákon er einn mest spennandi leikmaður sem við höfum séð í Danmörku í mörg ár“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Viaplay sýnir leiki A landsliðs karla í knattspyrnu – „Ísland er að fara láta til sín taka í alþjóðlegum bolta á ný“

Viaplay sýnir leiki A landsliðs karla í knattspyrnu – „Ísland er að fara láta til sín taka í alþjóðlegum bolta á ný“
433Sport
Í gær

Draumur Osimhen er að spila á Englandi – Eitt annað lið kemur þó til greina

Draumur Osimhen er að spila á Englandi – Eitt annað lið kemur þó til greina
433Sport
Í gær

Spánn: Barcelona með 12 stiga forskot eftir El Clasico

Spánn: Barcelona með 12 stiga forskot eftir El Clasico
433Sport
Í gær

Stefnir óvænt á Evrópusæti eftir sigur gærdagsins

Stefnir óvænt á Evrópusæti eftir sigur gærdagsins
433Sport
Í gær

Gert grín að goðsögn Manchester United – Keypti ódýra takkaskó

Gert grín að goðsögn Manchester United – Keypti ódýra takkaskó