fbpx
Þriðjudagur 28.mars 2023
433Sport

Af hverju er meiri áhugi á að kaupa Manchester United en Liverpool?

Helgi Sigurðsson
Miðvikudaginn 1. febrúar 2023 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og fram kom síðla hausts eru eigendur tveggja stærstu félaga Englands, Manchester United og Liverpool, opnir fyrir því að selja þau. Það virðist þó sem meiri áhugi sé á að kaupa fyrrnefnda félagið.

Glazer-fjölskyldan hefur átt United síðan 2005 en Fenway Sports Group Liverpool síðan 2010.

Jóhann Már Helgason, sparkspekingur og viðskiptafræðingur, mætti í sjónvarpsþátt 433.is á dögunum og ræddi meðal annars hugsanlegar sölur á stórliðunum tveimur.

Það er útlit fyrir það sem stendur að meiri áhugi sé á United. „Maður veit ekki hvað gengur á á bak við tjöldin en miðað við það sem maður les er það þannig,“ segir Jóhann.

„Jim Ratcliffe virðist ætla að reyna að kaupa United og á sama tíma er maður farinn að horfa á að Liverpool sé jafnvel farið að sætta sig við að taka inn hluthafa, selja ekki meirihlutann frá sér.“

Málin gætu þó farið að skýrast á næstu misserum.

„Í byrjun febrúar eiga þeir að fara að opna tilboðin. Þá sjáum við hverjir sitja eftir, þeir sem vilja kaupa Manchester United, hafa þeir mögulega áhuga á að kaupa Liverpool? Það virðist vera þannig.“

En af hverju er staðan svona? „United er búið að vera í lægð í langan tíma og það eru meiri vaxtarmöguleikar þar. Liverpool er búið að taka völlinn sinn í gegn, ég held að Manchester United geti gert betur á Old Trafford. Sem einhver sem kemur inn í þetta horfir þú á það svo að þú getir vaxið meira hjá Manchester United.“

Hér að neðan má sjá þátt 433.is og enn neðar má nálgast hann í hlaðvarpsformi

video
play-sharp-fill

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Myndbandið vakti heimsathygli: Stjarnan lenti í ótrúlegum hremmingum er hún tók upp persónulega kveðju – Nú sér heimurinn eiginkonu hans fáklædda

Myndbandið vakti heimsathygli: Stjarnan lenti í ótrúlegum hremmingum er hún tók upp persónulega kveðju – Nú sér heimurinn eiginkonu hans fáklædda
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Húskerfi Þórsara með 13 rétta á laugardaginn

Húskerfi Þórsara með 13 rétta á laugardaginn
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Samanburður á mönnunum tveimur sem eru líklegastir til að taka við Tottenham

Samanburður á mönnunum tveimur sem eru líklegastir til að taka við Tottenham
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Fyrsti keppnisleikur Heimis með Jamaíka endaði með jafntefli – Sjáðu sturlað mark úr leiknum.

Fyrsti keppnisleikur Heimis með Jamaíka endaði með jafntefli – Sjáðu sturlað mark úr leiknum.
433Sport
Í gær

Alfreð í góðum gír eftir stórsigurinn: ,,Aron skorar þrennu svo það er allt að gerast“

Alfreð í góðum gír eftir stórsigurinn: ,,Aron skorar þrennu svo það er allt að gerast“
433Sport
Í gær

Sjáðu myndbandið: Aron Einar mætti óvænt í viðtal Jóhanns Berg – „Flott hjá þessum hérna“

Sjáðu myndbandið: Aron Einar mætti óvænt í viðtal Jóhanns Berg – „Flott hjá þessum hérna“