Það kom nokkuð mörgum á óvart þegar Erik ten Hag, stjóri Manchester United, gerði skiptingu í leik gegn Nottingham Forest í gær.
Um var að ræða leik sem lauk með 2-1 tapi en vængmaðurinn Amad Diallo fékk að koma inná í seinni hálfleik.
Diallo kom inná í stað Brasilíumannsins Antony sem stóðst alls ekki væntingar í fyrri hálfleiknum.
Diallo var að spila sinn fyrsta leik fyrir United í yfir tvö ár en hann gekk í raðir enska félagsins 2021.
Síðan þá hefur Diallo spilað með Rangers og Sunderland á láni en lék níu leiki fyrir enska stórliðið fyrir þau skipti.
Diallo heillaði ekki marga eftir innkomuna en hann var frábær fyrir Sunderland í fyrra og skoraði 14 mörk í 42 leikjum í næst efstu deild.