Áramótaþáttur Íþróttavikunnar var af dýrari gerðinni þetta árið, Kristján Óli Sigurðsson og Hörður Snævar Jónsson mættu sem gestir í þáttinn sem Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson hafa stýrt í vetur.
Í þættinum voru veitt hin ýmsu verðlaun og þá var farið yfir allt það helsta úr íþróttalífinu hér á landi sem og erlendis.
Hrafnkell Freyr segir að ekkert lið eigi séns í Val í Bestu deild kvenna á næsta ári en liðið haft gríðarlega yfirburði undir stjórn Péturs Péturssonar.
„Þær bættu í, Breiðablik er bara að missa leikmenn. Valur fengu inn Önnu Björk og Berglindi Rós sem fara ekkert út. Hvað gerir Amanda? Hún gæti jarðað þessa deild ef hún er áfram,“ segir Hrafnkell.
Hörður horfir á Þrótt sem mögulegt lið eftir að Ólafur Kristjánsson tók við.
„Maður sér kannski Óla Kristjáns í Þrótt gera eitthvað, einn færasti þjálfari í boltanum hér heima. Hann á séns ef hann krækir í réttu leikmennina.“
Umræðan í heild er í spilaranum.