Cristiano Ronaldo endar árið 2023 sem markahæsti leikmaður heims en hann leikur með Al-Nassr í Sádi Arabíu.
Ronaldo skoraði alls 54 mörk á þessu ári sem er magnað afrek fyrir mann sem er orðinn 38 ára gamall.
Ronaldo fagnar 39 ára afmæli sínu í byrjun febrúar en hann hefur leikið með Al-Nassr síðan í byrjun árs.
Portúgalinn skoraði alls 44 mörk fyrir Al-Nassr á árinu í 50 leikjum og þá tíu mörk fyrir þjóð sína.
Enginn leikmaður skoraði fleiri mörk en Ronaldo sem gerði sitt 54. mark gegn Al-Taawoun í gær.
Erling Haaland þykir vera besti markaskorari heims í dag en hann skoraði 50 mörk á árinu sem er að ljúka.