Áramótaþáttur Íþróttavikunnar var af dýrari gerðinni þetta árið. Kristján Óli Sigurðsson og Hörður Snævar Jónsson mættu sem gestir í þáttinn sem Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson hafa stýrt í vetur.
Í þættinum voru veitt hin ýmsu verðlaun og þá var farið yfir allt það helsta úr íþróttalífinu hér á landi sem og erlendis á árinu 2023.
Vandræði Manchester United á árinu voru að sjálfsögðu til umræðu. Kristján er mikill stuðningsmaður liðsins.
„Það eru alltof margir yfirborgaðir aumingjar í þessu liði. Þeim er drullusama um allt nema veskið sitt og sjálfan sig,“ sagði hann og hélt áfram.
„Antony, Jadon Sancho, Anthony Martial. Þetta eru allt gæjar á yfir 200 þúsund pundum á viku og motivationið er akkúrat ekki neitt.“
Hörður tók til máls en hann er ekki aðdáandi knattspyrnustjórans Erik ten Hag.
„Erik ten Hag er svo karakterslaus og leiðinlegur. Hvernig hann hefur spilað Antony frekar en öðrum leikmönnum sem fá ekki að spila, hann er búinn að fylla þetta af vinum sínum. Hann verður að fara.“
Umræðan í heild er í spilaranum.