Antony, vængmaður Manchester United, þótti svo sannarlega ekki standa sig er hans lið tapaði 2-1 gegn Nottingham Forest í gær.
Antony kom til United frá Ajax í sumar en hann hefur heillað fáa hingað til með frammistöðu sinni á vellinum.
The Sun gaf einkunnir fyrir þennan leik og gaf Antony núll fyrir frammistöðuna, eitthvað sem hefur sjaldan sést.
Sergio Reguilon var næst lægstur í einkunnagjöfinni en hann fékk þrjá eftir að hafa komið inná sem varamaður.
Sun hefur sjaldan gefið leikmanni núll í einkunn fyrir spilamennskuna en Antony veit sjálfur að hann getur gert mun betur.
,,Önnur vonlaus og vandræðaleg frammistaða frá þessum 85 milljóna punda manni. Mögulega ein verstu kaup í sögu félagsins ef ekki þau verstu,“ stendur í einkunnagjöf Sun.
,,Hann gerði nákvæmlega ekki neitt áður en hann fór af velli snemma í seinni hálfleik.“