fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
433Sport

Gáfu leikmanni Manchester United núll í einkunn

Victor Pálsson
Sunnudaginn 31. desember 2023 10:00

Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Antony, vængmaður Manchester United, þótti svo sannarlega ekki standa sig er hans lið tapaði 2-1 gegn Nottingham Forest í gær.

Antony kom til United frá Ajax í sumar en hann hefur heillað fáa hingað til með frammistöðu sinni á vellinum.

The Sun gaf einkunnir fyrir þennan leik og gaf Antony núll fyrir frammistöðuna, eitthvað sem hefur sjaldan sést.

Sergio Reguilon var næst lægstur í einkunnagjöfinni en hann fékk þrjá eftir að hafa komið inná sem varamaður.

Sun hefur sjaldan gefið leikmanni núll í einkunn fyrir spilamennskuna en Antony veit sjálfur að hann getur gert mun betur.

,,Önnur vonlaus og vandræðaleg frammistaða frá þessum 85 milljóna punda manni. Mögulega ein verstu kaup í sögu félagsins ef ekki þau verstu,“ stendur í einkunnagjöf Sun.

,,Hann gerði nákvæmlega ekki neitt áður en hann fór af velli snemma í seinni hálfleik.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Barnaði ritarann á jólagleði starfsfólksins – Hafði svo þetta að segja við eiginkonuna og umheiminn

Barnaði ritarann á jólagleði starfsfólksins – Hafði svo þetta að segja við eiginkonuna og umheiminn
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Var spurður út í Ronaldo – „Hljómar eins og vísindaskáldskapur“

Var spurður út í Ronaldo – „Hljómar eins og vísindaskáldskapur“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Sjáðu mark Alberts á Ítalíu í kvöld

Sjáðu mark Alberts á Ítalíu í kvöld
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Sjáðu myndina: Sást í fyrsta sinn eftir að hann var rekinn fyrir röð hneyksla – Kókaín, vafasöm myndbönd og meint hagræðing

Sjáðu myndina: Sást í fyrsta sinn eftir að hann var rekinn fyrir röð hneyksla – Kókaín, vafasöm myndbönd og meint hagræðing
433Sport
Í gær

„Þetta var kalt, sérstaklega með vindinn og rigninguna í smettið“

„Þetta var kalt, sérstaklega með vindinn og rigninguna í smettið“
433Sport
Í gær

Arnar Gunnlaugs: „Á endanum verður maður þreyttur á því, hvenær endar lærdómurinn?“

Arnar Gunnlaugs: „Á endanum verður maður þreyttur á því, hvenær endar lærdómurinn?“