Arsenal tapaði í kvöld sínum öðrum deildarleik í röð er liðið spilaði gegm Fulham í ensku úrvalsdeildinni.
Arsenal komst yfir í þessum leik með marki frá Bukayo Saka en Fulham bætti síðar við tveimur til að tryggja 2-1 heimasigur.
Tottenham er komið á skrið á ný og vann Bournemouth 3-1 þar sem hinn óstöðvandi Richarlison komst á blað.
Richarlison skoraði enn eina ferðina og er Tottenham aðeins einu stigi á eftir grönnum sínum í Arsenal eftir leiki dagsins.
Fulham 2 – 1 Arsenal
0-1 Bukayo Saka (‘5 )
1-1 Raul Jimenez (’29 )
2-1 Bobby Reid (’59 )
Tottenham 3 – 1 Bournemouth
1-0 Pape Sarr (‘9 )
2-0 Son Heung-Min (’71 )
3-0 Richarlison (’80 )
3-1 Alex Scott (’84)