Áramótaþáttur Íþróttavikunnar var af dýrari gerðinni þetta árið, Kristján Óli Sigurðsson og Hörður Snævar Jónsson mættu sem gestir í þáttinn sem Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson hafa stýrt í vetur.
Í þættinum voru veitt hin ýmsu verðlaun og þá var farið yfir allt það helsta úr íþróttalífinu hér á landi sem og erlendis.
Sérfræðingar þáttarins fengu allir spurningu um það hvaða lið verður Íslandsmeistari í Bestu deild karla á næstu leiktíð.
Hrafnkell Freyr Ágústsson:
„Færð mig ekki til að segja neitt annað en Breiðablik.“
Kristján Óli Sigurðsson:
„Ég trúi á projectið í Kópavogi, ég geri kröfu á það að menn drulli sér í gang. Varnarleikurinn frá fremsta til aftasta manns í sumar var til skammar. Anton Ari fékk mikinn hita á sig en hafsentaparið, Damir Muminovic þarf að setja fókusinn á réttan stað en ekki út á golfvöllinn. Vörnin á næsta ári er gömul, Kiddi, Höskuldur, Viktor og Damir. Þeir þurfa að sýna það að það var ekki tilviljun, ég er að setja blóð á tennurnar á Serbanum.“
Hörður Snævar Jónsson
„Ég set titilinn á Hlíðarenda.“
Umræða um þetta er hér að neðan.