Áramótaþáttur Íþróttavikunnar var af dýrari gerðinni þetta árið. Kristján Óli Sigurðsson og Hörður Snævar Jónsson mættu sem gestir í þáttinn sem Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson hafa stýrt í vetur.
Í þættinum voru veitt hin ýmsu verðlaun og þá var farið yfir allt það helsta úr íþróttalífinu hér á landi sem og erlendis á árinu 2023.
Umræðan um það hver verður næsti Íslendingurinn í ensku úrvalsdeildinni er alltaf áhugaverð og var þetta rætt í þættinum. Þar voru skiptar skoðanir.
„Ég held að það verði Hákon Arnar, að hann fari í Brentford,“ sagði Hrafnkell.
„Kristian Nökkvi gæti fengið Brighton eða Brentford,“ sagði Hörður þá.
Kristján telur hins vegar að markvörður sé næstur inn.
„Ég held við munum sjá markvörð sem fær loks að spila. Hákon Rafn. Hann tekur eitt eða tvö ár í Belgíu eða Hollandi svo mætir hann sem markvörður númer eitt í ensku úrvalsdeildina.“
Umræðan í heild er í spilaranum.