Áramótaþáttur Íþróttavikunnar var af dýrari gerðinni þetta árið, Kristján Óli Sigurðsson og Hörður Snævar Jónsson mættu sem gestir í þáttinn sem Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson hafa stýrt í vetur.
Í þættinum voru veitt hin ýmsu verðlaun og þá var farið yfir allt það helsta úr íþróttalífinu hér á landi sem og erlendis.
Rætt var um frammistöðu kvennalandsliðsins á árinu sem voru nokkur vonbrigði. „Við endum þetta ágætlega, þetta var ekki gott framan af ári. Það er verið að byggja upp nýtt lið, mér fannst Steini finna blöndu undir restina og við eigum Sveindísi inni. Við vorum ekki góð framan af ári,“ sagði Hrafnkell Freyr.
Hörður Snævar segir að kvennalandsliðið þurfi að fara að gera betur. „Frá Evrópumótinu þegar Steini fær þennan langa og góða samning þá hefur þetta verið niður á við. Það eina góða hafa verið viðtölin við Steina, sama hvort hann tali um kynlífið sitt eða sé skjótandi á ráðamenn. Hann endar árið vel og kaupir sér tíma.“
Kristján Óli segir liðið vel mannað. „Glódís er ein sú besta í heimi, Karólína Lea er að gera vel í bestu deild í heimi, Sveindís Jane á að vera ein sú besta í heimi. Fanney kemur svo inn í markið í síðasta leik og ver skot sem ég sé ekkert margar konur verja, hún hlýtur að vera orðinn markvörður númer eitt
Hrafnkell segir jákvæða þróun í kringum liðið. „Við sjáum að fleiri leikmenn eru að fara út, Hafrún og Sædís að fara út.“
Umræðan er hér að neðan.