David Moyes er við það að skrifa undir nýjan samning við West Ham samkvæmt enskum fjölmiðlum.
Moyes hefur gert virkilega góða hluti með West Ham en liðið situr þessa stundina í sjötta sæti úrvalsdeildarinnar.
Samkvæmt enskum heimildum mun Moyes gera tveggja og hálfs árs samning við West Ham en um er að ræða framlengingu á núverandi samningnum.
Moyes er sextugur að aldri en hann var nálægt því að missa vinnuna síðasta vetur er West Ham var í fallbaráttu.
Moyes er vinsæll á meðal stuðningsmanna West Ham en liðið vann sinn fyrsta bikar í 43 ár undir hans stjórn eftir sigur í Sambandsdeildinni á síðasta tímabili.