Nottingham Forest fjarlægði sig frá fallsvæðinu í kvöld í lokaleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni.
Forest fékk það verkefni að taka á móti Manchester United og gerði sér lítið fyrir og vann 2-1 sigur.
Marcus Rashford gerði eina mark gestanna en Morgan Gibbs-White var hetja heimamanna.
United er í sjöunda sæti deildarinnar með 31 stig og er Forest nú í því 15. með 20 stig.
Hér má sjá einkunnir Sky Sports í kvöld.
Nottingham Forest: Turner (4), Montiel (7), Niakhate (6), Murillo (6), Aina (6), Danilo (7), Yates (7), Gibbs-White (8), Dominguez (8), Elanga (7), Wood (6).
Varamenn: Williams (6), Hudson-Odoi (6)
Man Utd: Onana (5), Wan-Bissaka (5), Varane (5), Evans (5), Dalot (6), Mainoo (5), Eriksen (5), Fernandes (5), Antony (5), Rashford (6), Garnacho (5).
Varamenn: McTominay (5), Amad (5)