Manchester United heimsækir Nottingham Forest í ensku úrvalsdeildinni í kvöld en um er að ræða lokaleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni.
Forest hefur aðeins unnið einn af síðustu fimm leikjum sínum en það var í síðustu umferð gegn Newcastle á útivelli.
Man Utd vann þá sinn leik í síðustu umferð gegn Aston Villa en liðið kom til baka og vann 3-2 sigur eftir að hafa lent 2-0 undir.
Hér má sjá byrjunarliðin í kvöld.
Nott. Forest: Turner, Montiel, Niakhaté, Murillo, Aina; Yates, Danilo; Elanga, Gibbs-White, Domínguez; Wood
Manchester United : Onana; Dalot, Varane, Evans, Wan-Bissaka; Mainoo, Eriksen; Garnacho, Bruno Fernandes, Antony; Rashford