Cristiano Ronaldo og Lionel Messi hafa lengi verið taldir tveir bestu leikmenn heims og eru þeir oft bornir saman.
Það er ljóst að það er samkeppni þeirra á milli en virkni kappanna á Instagram undanfarið hefur vakið athygli.
Messi birti nefnilega nýlega mynd af sér og eiginkonu sinni, Antonellu Roccuzzo, í rætkinni saman.
Ronaldo svaraði með mynd úr ræktinni daginn eftir. Hann var ber að ofan eins og Messi.
Ekki er ljóst hvort hann hafi þarna verið að svara Messi en netverjar vilja meina það.
Færslurnar má sjá hér að neðan.
Báðir leikmenn hafa yfirgefið Evrópuboltann en Messi spilar sem stendur með Inter Miami á meðan Ronaldo er hjá Al-Nassr.