Andre Onana, leikmaður Manchester United, spilaði stórt hlutverk í því að bjarga ítalska stórliðinu Inter Milan frá gjaldþroti.
Frá þessu greinir ítalski miðillinn II Giornale en Inter óttaðist að verða gjaldþrota í sumar áður en Onana var seldur til Englands.
Inter reyndi að losa sem flesta leikmenn í sumar en Marcelo Brozovic var einnig seldur til Sádi Arabíu og losnaði þar um ágætis pening.
Ef Onana hefði ekki selst á risaupphæð í sumar væri skuld Inter einfaldlega of há en eigendur félagsins eru nú vongóðir fyrir framhaldið.
Skuld Inter er í dag 807 milljónir evra en var rúmlega 900 milljónir evra áður en sumarglugginn opnaði.
Manchester United borgaði tæplega 50 milljónir punda fyrir Onana sem er aðalmarkvörður liðsins í dag.