Það gengur hvorki né rekur hjá Steven Gerrard og hans lærisveinum í Sádi-Arabíu, Al-Ettifaq.
Gerrard tók við í sumar en Liverpool goðsögnin hefur einnig stýrt Aston Villa og Rangers.
Sótti hann Jordan Henderson, fyrirliða Liverpool, til Ettifaq og einnig menn á borð við Demarai Gray, Moussa Dembele og Georginio Wijnaldum.
Eftir fína byrjun hefur Ettifaq nú ekki unnið í níu leikjum í röð. Er liðið í áttunda sæti deildarinnar.
Sagt er að Gerrard hafi grátbeðið æðstu menn hjá Ettifaq um leikmenn í janúarglugganum til að styrkja sig á þessum slæma kafla.