Brighton 4 – 2 Tottenham
1-0 Jack Hinshelwood(’11)
2-0 Joao Pedro(’23, víti)
3-0 Pervis Estupinan(’63)
4-0 Joao Pedrio(’75, víti)
4-1 Alejo Veliz(’81)
4-2 Ben Davies(’86)
Brighton vann flottan sigur í ensku úrvalsdeildinni í kvöld er liðið mætti Tottenham á heimavelli sínum.
Brighton byrjaði leikinn gríðarlega vel og komst í 4-0 forystu gegn grönnum sínum í London.
Tottenham tókst að klóra í bakkann með tveimur mörkum en þeir Alejo Veliz og Ben Davies gerðu mörkin.
Vítaspyrnur voru í aðalhlutverki hjá heimaliðinu en Joao Pedro gerði tvö mörk fyrir Brighton bæði af vítapunktinum.
Fallegasta mark leiksins skoraði Pervis Estupinan með stórkostlegu skoti fyrir utan teig eftir hornspyrnu.