fbpx
Mánudagur 11.desember 2023
433Sport

Neita að mæta til leiks vegna transkonu sem sökuð er um að meiða fólk

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 21. nóvember 2023 11:00

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjögur kvennalið í knattspyrnu neita að mæta til leiks gegn liði Ross­ingt­on Ladies, ástæðan er sú að transkona er í liðinu.

Um er að ræða áhugamannadeild í Sheffield á Englandi þar sem konur leika knattspyrnu sér til gamans.

Francescu Need­ham er 31 árs gömul transkona sem leikið hefur með Ross­ingt­on en hún er sökuð um að hafa meitt andstæðing sinn alvarlega í leik á dögunum.

Félög í deildinni hafa eftir það atvik neitað að mæta Ross­ingt­on á meðan Neddham er í liðinu.

Hið minnsta fjögur lið hafa neitað að mæta til leiks og hefur Needham því ákveðið að draga sig til hlés svo liðsfélagar hennar geti spilað leikina.

Hún ætlar hins vegar að fara í málaferli og segir að sér sé mismunað. „Ég tek þeim áskorunum sem fylgja þessu á meðan liðin neita að spila gegn mér,“ segir Needham.

Telegraph fjallar um málið og segir mikla ólgu vera vegna málsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Endurkoma Alberts dugði ekki til

Endurkoma Alberts dugði ekki til
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Markavélin í Þýskalandi á óskalista Manchester United

Markavélin í Þýskalandi á óskalista Manchester United
433Sport
Í gær

England: Arsenal tapaði á Villa Park

England: Arsenal tapaði á Villa Park
433Sport
Í gær

Ten Hag alls ekki sáttur með frammistöðuna – ,,Munurinn var of mikill“

Ten Hag alls ekki sáttur með frammistöðuna – ,,Munurinn var of mikill“