Íslenska karlalandsliðið tapaði 2-0 gegn Portúgal í lokaleik undankeppni EM 2024 í gærkvöldi þrátt fyrir fína frammistöðu. Hákon Rafn Valdimarsson stóð í marki Íslands í leiknum og heillaði þjóðina.
Hinn 22 ára gamli Hákon, sem var frábær með sænska liðinu Elfsborg á leiktíðinni, var að spila sinn fimmta landsleik og eru margir á því að hann eigi nú að vera markvörður númer eitt.
Hákon er þriðji markvörður Íslands sem spilar í þessari undankeppni en Elías Rafn Ólafsson hafði staðið í rammanum í undanförnum tveimur leikjum og þar á undan Rúnar Alex Rúnarsson.
Þó Hákon hafi ekki getað komið í veg fyrir tap í gær virðast flestir vilja sjá hann í markinu áfram en margir létu þetta í ljós á samfélagsmiðlum í gærkvöldi.
Þetta er markmaður númer 1 hjá okkur, ég þarf ekki að sjá meira.
— Hrafnkell Freyr Àgústsson (@hrafnkellfreyr) November 19, 2023
Besta sem ég hef séð frá markmanni Íslands síðan a tíma Hannesar#fotboltinet
— Óskar G Óskarsson (@Oggi_22) November 19, 2023
Átta mig á að mönnum mun langa að vaða í Hákon út af mistökum í marki 2. EN! Stórkostleg frammistaða að öðru leyti. Út í teig fótavinna, alert og ákvarðanataka upp á á.m.k. 10. Take a bow son! #glovenation #fotboltinet
— Magnús Þór Jónsson (@maggimark) November 19, 2023
King Hákon hanski 👐🏻
— Hawk Football Artist (@hawk_attacks) November 19, 2023
Hákon alvöru markmaður og engin spurning að þetta er okkar nr 1
— Jón Haukur Baldvins (@JonnieBaldvins) November 19, 2023