Declan Rice var keyptur til Arsenal í sumar en enska félagið var tilbúið að selja Granit Xhaka frá sér þegar Rice var mættur.
Það er þó athyglisvert að tölfræðin hjá Xhaka hjá Leverkusen er betri en tölfræði Rice hjá Arsenal.
Bornir eru saman leikir þeirra í deildinni en Xhaka var frábær með Arsenal á síðustu leiktíð.
Leverkusen hefur spilað góðan fótbolta undir stjórn Xabi Alonso og þar hefur Xhaka heldur betur blómstrað.
Rice hefur þó spilað vel með Arsenal en margir stuðningsmenn Arsenal hefðu viljað halda Xhaka hjá félaginu.