Eden Hazard hefði getað þénað milljón punda á viku í Sádi-Arabíu en lagði skóna á hilluna þess í stað. Fyrrum liðsfélagi hans John Obi Mikel segir frá þessu.
Hinn 32 ára gamli Hazard lagði skóna á hilluna í sumar eftir fjögur erfið ár hjá Real Madrid. Hann kom þangað á um 100 milljónir punda frá Chelsea en hann hafði verið frábær í London.
„Hann spurði mig hvort hann ætti að fara til Sádi-Arabíu. „Á ég að fara þangað og fá milljón á viku? Hvað svo?,“ segir Mikel í hlaðvarpi Rio Ferdinand.
„Hann sagði: „Mikel, ég á mikið af peningum. Þú veist hvernig ég lifi. Ég eyði ekki miklum pening. Ég á nóg til að lifa fyrir mig og til að ala upp börnin mín,“ bætti Mikel við en hann segir Hazard hafa fengið 2-3 tilboð frá Sádí.