Dominik Szoboszlai fór á kostum með ungverska landsliðinu í gær er það tryggði sér sæti á EM næsta sumar. Hann fagnaði vel eftir leik.
Szoboszlai, sem gekk í raðir Liverpool í sumar, skoraði tvö marga Ungverja í 3-1 sigri í gær. Þar með tryggði liðið sér toppsætið í G-riðli.
Eftir leik tók hann svo stóran sopa af einhverju sterku en enskir miðlar telja að um sé að ræða Palinka, ungverskan áfengislíkjör sem getur verið á bilinu 37-68 í áfengisprósentu.
„Láttu þetta niður við erum að spila við Manchester City á laugardag,“ skrifaði einn stuðningsmaður Liverpool á samfélagsmiðla.
„Þegar ég hélt að mér gæti ekki líkað meira við hann,“ skrifaði annar.