Ansi skrítið atvik átti sér stað í beinni útsendingu á dögunum er Chesterfield og Southend áttust við í ensku fimmtu deildinni.
Leikurinn var sýndur á TNT Sport en athygli vekur að Southend var með aðeins tvo varamenn í viðureigninni.
Dan Mooney og Brooklyn Kabongolo voru einu leikmennirnir á bekk Southend sem vann þó 2-1 sigur.
Will Grigg, fyrrum landsliðsmaður Norðu Írlands, skoraði sigurmarkið eftir að hans lið hafði lent undir.
Ástæðan er sú að Southend er í félagaskiptabanni og er aðeins með 17 manna leikmannahóp og restin af leikmönnunum eru að glíma við meiðsli.
Southend hefur mistekist að borga eigin skuldir og var því sett í bann og voru tíu stig einnig dregin af félaginu.