Það er útlit fyrir að Ivan Toney muni framlengja samning sinn við Brentford á Englandi en frá þessu greinir TalkSport.
TalkSport segir að Brentford sé að undirbúa nýtt samningstilboð fyrir Toney sem hefur ekkert leikið á þessu tímabili.
Ástæðan er sú að Toney hefur verið í banni vegna veðmálabrota en mun snúa aftur á nýju ári.
Chelsea og Arsenal hafa sýnt þessum öfluga framherja áhuga en hann er bundinn Brentford til ársins 2025.
Brentford hefur sýnt Toney mikinn skilning á meðan bannið stendur og býst við að hann muni samþykkja að framlengja í London.