Kylian Mbappe er alveg sammála því að Lionel Messi hafi átt skilið að vinna Ballon d’Or verðlaunin á þessu ári.
Messi var valinn besti leikmaður heims fyrr í vetur eftir að hafa unnið HM með Argentínu undir lok síðasta árs.
Margir eru ósammála þessu vali og telja að Erling Haaland, framherji Manchester City, hafi verið bestur. Hann vann þrennuna með City og bætti markametið í ensku úrvalsdeildinni.
Að sögn Mbappe átti Messi skilið að fá þessi verðlaun afhent en Argentína vann einmitt Frakkland, land Mbappe, í úrslitaleiknum í Katar.
,,Eins og ég hef áður sagt, ég er ekki einhver sem er hræddur, ég gagnrýni ekki niðurröðunina, hún er eins og hún er,“ sagði Mbappe.
,,Messi átti verðlaunin skilið. Þegar Messi vinnur HM þá verður hann að vinna Ballon d’Or. Hann er einn besti leikmaður sögunnar ef ekki sá besti.“