Íslenska liðið sýndi góða frammistöðu í Portúgal í kvöld þar sem liðið tapaði 2-0 gegn einu besta landsliði í heimi. Eftir vonbrigðin í síðasta leik sýndu leikmenn liðsins karakter.
Bruno Fernandes kom Portúgal yfir í fyrri hálfleik með frábæru marki en Ricardo Horta bætti við öðru marki í síðari hálfleik.
Margir í íslenska liðinu átti góðan dag en liðið leikur í næst í mars í umspili um laust sæti á EM.
Portúgal er hins vegar komið inn á mótið eftir tíu sigra í tíu leikjum í riðlinum.
Einkunnir úr leiknum eru hér að neðan.
Hákon Rafn Valdimarsson 7
Gerði virkilega vel framan af leik og sýndi mikið hugrekki. Gerði slæm mistök í öðru marki Portúgala en fyrir utan það var hann frábær.
Guðlaugur Victor Pálsson 7
Kröftugur og öflugur varnarlega.
Sverrir Ingi Ingason 8 – Maður leiksins
Virkilega öflugur leikur hjá Sverri, öflugur í loftinu og hafði góðar gætur á Cristiano Ronaldo
Hjörtur Hermannsson 7
Góð innkoma hjá Hirti sem hefur spilað vel þegar hann hefur fengið tækifæri til hjá Hareide.
Guðmundur Þórarinsson 8
Frábær leikur hjá Gumma, öflugur varnarlega og gerði vel þegar hann komst upp völlinn.
Jóhann Berg Guðmundsson 7
Mjög vel spilaður leikur hjá Jóhanni sem er að venjast því betur og betur að spila aftast á miðjunni.
Ísak Bergmann Jóhannesson (’61) 6
Fínasti leikur hjá Ísaki í þessum leik
Arnór Sigurðsson 7
Nokkrir frábærir sprettir í fyrri hálfleik sem hefðu getað skilað marki
Jón Dagur Þorsteinsson (’61) 6
Komst ekki nógu oft á ferðina til að valda usla en gerði ágætlega
Alfreð Finnbogason (’46) 6
Klókur í erfiðri stöðu en fór af velli í hálfleik
Willum Þór Willumsson (’61) 6
Lék í fremstu víglínu og var því minna í boltanum en venjulega en gerði hlutina vel
Varamenn:
Orri Steinn Óskarsson (´46) 6
Tókst ekki að koma sér inn í leikinn fyrr en í restina
Arnór Ingvi Traustason (´61) 6
Kom sterkur inn á miðsvæðið
Andri Lucas Guðjohnsen (´61) 6
Ágæt innkoma.
Mikael Egill Ellertsson (´61) 6
Fínn kraftur í stráknum sem virðist hafa bætt sig talsvert undanfarna mánuði.