Anthony Elanga, hefur á þremur árum breyst svakalega og virðist hafa verið ansi duglegur að taka á því í ræktinni.
Elanga er 21 árs gamall og hefur á þessum þremur árum breyst úr dreng í mann
Elanga var seldur frá Manchester United í sumar en Nottingham Forest krækti í sóknarmanninn frá Svíþjóð.
Ensk blöð vekja athygli á þessu og segja að Elanga hafi lagt mikið á sig til að vera í sínu besta formi.
Elanga hefur spilað vel með Nottingham frá því að hann var keyptur í sumar og hefur komið að nokkrum mörkum.