Það eru margir sem muna eftir framherjanum Papiss Cisse sem lék lengi vel með Newcastle í ensku úrvalsdeildinni.
Cisse spilaði með Newcastle frá 2012 til 2016 og skoraði alls 37 mörk í 117 deildarleikjum.
Eftir það gleymdist leikmaðurinn nokkuð en hann hefur leikið í Kína, Tyrklandi og í heimalandinu, Frakklandi.
Í dag er Cisse 38 ára gamall en hann er alls ekki að horfa í það að leggja skóna á hilluna.
Þessi fyrrum landsliðsmaður Senegal er nú að æfa með utandeildarliði á Englandi til að halda sér í formi eða liðinu Macclesfield FC.
Cisse hefur verið án félags síðan í sumar en hann spilaði síðast með Amiens í frönsku annarri deildinni.