Thomas Tuchel, stjóri Bayern Munchen, viðurkennir það fúslega að hann vilji fá Kylian Mbappe til félagsins frá Paris Saint-Germain.
Tuchel og Mbappe unnu saman í París um stutta stund en sá fyrrnefndi tók síðar við Chelsea og svo einmitt Bayern.
Tuchel er til í að hjóla til Frakklands og ná í Mbappe ef hann kemur til félagsins en búist er við að sá franski færi sig til Real Madrid er hann yfirgefur frönsku höfuðborgina.
,,Vil ég semja við Kylian Mbappe? Já, já, hann mun spila hérna, það er alveg á hreinu,“ sagði Tuchel og hló.
,,Hann er framúrskarandi leikmaður. Ef hann vill koma hingað þá skal ég sækja hann á hjólinu mínu en ég býst ekki við að það sé hluti af raunveruleikanum.“