Bobby Charlton er mikil goðsögn hjá félaginu eftir að hafa spilað með því í sautján ár og er hann af mörgum talinn einn besti leikmaður í sögu félagsins. Hann var valinn besti leikmaður heims árið 1966 en það ár vann hann fyrsta og eina heimsmeistaratitil Englendinga til þessa.
The Sun greinir frá því að eigendur United verði að líkindum ekki viðstaddir útförina af ótta við öryggi sitt. Eru þeir sagðir óttast að stuðningsmenn Manchester United láti þá finna fyrir því vegna eignarhalds þeirra á félaginu.
Glazer-fjölskyldan er afar umdeilt en United hefur verið í söluferli undanfarna mánuði en ekki er útlit fyrir að Glazer-fjölskyldan selji allt félagið.
Í umfjöllun The Sun kemur fram að ef fulltrúi félagsins mætir í útförina verði það að líkindum Joel Glazer sem myndi þá koma einn.