Victor Osimhen, leikmaður Napoli, heldur ekki með neinu einu liði á Englandi en hann er einn eftirsóttasti leikmaður heims um þessar mundir.
Osimhen hefur staðfest það að hann eigi tvær treyjur í sínu safni og eru það treyjur Chelsea og Manchester United.
Um er að ræða tvö lið sem hafa verið sterklega orðuð við Osimhen en hann gæti vel verið á förum á næsta ári.
Önnur lið eins og Real Madrid eru orðuð við leikmanninn sem hefur raðað inn mörkum sem leikmaður Napoli.
,,Ég á mér ekki uppáhalds félag á Englandi en ég á tvær treyjur og það eru treyjur Chelsea og Manchester United,“
,,Margir vinir mínir styðja Chelsea og sumir styðja Man Utd. Enska úrvalsdeildin er risastór í Afríku.“