Harry Kane er búinn að velja sér sinn uppáhalds liðsfélaga hjá Bayern Munchen – liðinu sem hann samdi við í sumar.
Kane er að eiga frábært tímabil með Bayern en hann hefur skorað 17 deildarmörk í 11 leikjum og þá 21 mark í öllum keppnum.
Englendingurinn gerði garðinn frægan með Tottenham en hann nær mjög vel saman með vængmanninum Leroy Sane.
,,Við erum bara að skemmta okkur saman. Ég elska að spila með Leroy,“ sagði Kane við blaðamenn.
,,Samband okkar er virkilega gott bæði innan sem utan vallar. Þetta er frábær leikmaður og frábær náungi.“
Sane og Kane hafa áður mæst en sá fyrrnefndi lék um tíma fyrir Manchester City.