Goðsögnin Cesc Fabregas mun nú reyna fyrir sér sem aðalþjálfari í fyrsta sinn en hann lagði skóna á hilluna 2023.
Fabregas var frábær leikmaður á sínum tíma og lék fyrir lið eins og Arsenal, Barcelona og Chelsea.
Spánverjinn hélt til Ítalíu undir lok ferilsins og spilaði með Como og hefur undanfarið þjálfað varalið félagsins.
Nú hefur Fabregas verið staðfestur sem nýr þjálfari liðsins og þykir það spennandi ráðning.
Það verður í fyrsta sinn sem Fabregas þjálfar aðallið en hann er aðeins 36 ára gamall og enn að læra ítalska tungumálið.