Það er enn eitt stórt nafn á leið í Sádi arabísku deildina en eins og flestir vita hafa lið þar í landi samið við margar stórstjörnur.
Lið í landinu horfa einnig á sigursæla þjálfara og nú er Julen Lopetegui á leið þangað að taka við Al-Ittihad.
Al-Ittihad ákvað að losa sig við Nuno Espirito Santos á dögunum en hann hafði áður þjálfað Wolves og Tottenham.
Lopetegui er stærra nafn í boltanum en hann hefur þjálfað lið eins og spænska landsliðið og Real Madrid.
Spánverjinn var síðast í starfi á þessu ári en ákvað að segja upp störfum hjá Wolves þann 8. ágúst.