Mikel Arteta, stjóri Arsenal, hraunaði yfir VAR og dómgæsluna á Englandi eftir leik liðsins við Newcastle um síðustu helgi.
Newcastle skoraði þar umdeilt sigurmark og var Arteta bálreiður í leikslok og lét svo sannarlega í sér heyra.
Spánverjinn sagðist skammast sín fyrir frammistöðu dómara leiksins en það var annar tónn í honum þessa helgina.
Arteta var virkilega ánægður með dómgæsluna er Arsenal mætti Burnley á laugardag og vann 3-1 sigur.
,,Dómgæslan í þessum leik var fullkomin. VAR var í toppstandi í þessari viðureign,“ sagði Arteta.
Arteta kvartaði ekki yfir rauða spjaldi Arsenal en Fabio Vieira fékk beint rautt undir lok leiks fyrir groddaralegt brot.