Einn skemmtilegasti leikur ensku úrvalsdeildarinnar á þessu tímabili fór fram í kvöld er Manchester City heimsótti Chelsea í miklum marka leik.
Heil átta mörk voru skoruð í þessari viðureign en hinn ungi Cole Palmer sá um að skora jöfnunarmark heimamanna undir lokin.
Chelsea fékk vítaspyrnu á 93. mínútu og eftir rifrildi á milli leikmanna skoraði Palmer örugglega framhjá Ederson í marki gestanna.
Rodri virtist ætla að tryggja Man City sigur með marki á 86. mínútu en ekki löngu seinna fékk Chelsea vítaspyrnuna sem tryggði stig.
Erling Haaland átti flottan leik fyrir gestina en hann skoraði tvö mörk en það fyrra var úr vítaspyrnu.
Man City er á toppnum með 28 stig eftir 12 leiki en Chelsea er með 16 stig og er í tíunda sætinu.
Mauricio Pochettino, stjóri Chelsea, var virkilega óánægður eftir lokaflautið og baunaði á Anthony Taylor, dómara leiksins, eftir lokaflautið.
Vítaspyrnan sem Man City var umdeild og þá vildi Pochettino fá dæmt brot undir lok leiks en Taylor sá hlutina öðruvísi.
Pochettino speaking on behalf of all Chelsea fans to Anthony Taylor when he says…
„What the fuck!?“
TELL HIM POCH! pic.twitter.com/aSv4DTgGbl
— Danny O’Neill ⭐ ⭐ (@DONeill90) November 12, 2023