Lothar Matthaus, goðsögn Bayern Munchen, er sannfærður um það að Harry Kane muni bæta met Robert Lewandowski í Þýskalandi.
Lewandowski var lengi framherji númer eitt hjá Bayern og lék einnig með Borussia Dortmund í sömu deild.
Lewandowski á markametið í Bundesligunni en hann skoraði 41 mark tímabilið 2020-2021.
Matthaus telur að Kane geti bætt það met á þessu tímabili en hann er með 17 deildarmörk þessa stundina eftir að hafa komið í sumar.
,,Ég er til í að spá í spilin. Ef Kane meiðist ekki alvarlega þá mun hann klárlega bæta met Lewandowaski,“ sagði Matthaus.