Það eru ekki margir markmenn að eiga jafn erfiða tíma og maður að nafni Tomas Vaclik sem spilar fyrir New England Revolution í MLS deildinni í Bandaríkjunum.
Um er að ræða reynslumikinn markmann sem gerði garðinn frægan með Basel og lék einnig fyrir Sevilla, Olympiakos og Huddersfie.d
New England ákvað að semja við Tékkann fyrr á þessu ári en hann fékk ekki að spila einn einasta deildarleik eftir komuna.
Bruce Arena fékk Vaclik til félagsins á sínum tíma en eftir hans brottrekstur þá var ljóst að framtíð Vaclik hjá félaginu væri í mikilli hættu.
Þessi 34 ára gamli markmaður á að baki 54 landsleiki fyrir Tékkland en hann hefur ekki fengið nein svör frá félaginu varðandi eigin framtíð.
,,Þegar ég skrifaði undir þá var annar stjóri við stjórnvölin – Bruce Arena og eftir hans brottför varð allt mjög skrítið,“ sagði Vaclik.
,,Það komu upp vandamál sem ég skildi ekki sjálfur, Bruce Arena yfirgaf félagið og annar maður kom inn sem var aðstoðarþjálfari fyrir það. Eftir það kom annar þjálfari inn og ég komst að því að markmannsþjálfarinn hafði ekki áhuga á nýjum markmanni þegar Petrovic samdi við Chelsea.“
,,Ég hef rætt við þá nokkrum sinnum og spurt út í mína stöðu en þeir segjast ekki vita neitt og segja að þetta sé í höndum markmannsþjálfarans.“
,,Við höfum nú ekki talað saman í um sex vikur, það verður erfitt að laga þetta samband. Ég mæti á æfingar og geri það sem ég þarf að gera en fæ engin svör.“