Fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni er nú lokið en Wolves fékk þá Tottenham í heimsókn.
Það stefndi allt í sigur Tottenham í þessum leik en liðið komst yfir eftir aðeins þrjár mínútur er Brennan Johnson komst á blað.
Það var svo á 91. mínútu sem heimamenn jöfnuðu en Pablo Sarabia skoraði þá fallegt mark fyrir gestina.
Sarabia var ekki hættur en hann lagði svo upp sigurmark heimamanna á 97. mínútu en Mario Lemina skoraði þar sigurmarkið í 2-1 sigri heimamanna.
Mark Sarabia má sjá hér.
🚨🚨| GOAL: Pablo Sarabia with the EQUALISER!
Wolves 1-1 Tottenham pic.twitter.com/RZn3CUq9bs
— CentreGoals. (@centregoals) November 11, 2023