Íþróttavikan heldur áfram að rúlla á 433 og í Sjónvarpi Símans. Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson hafa umsjón með þættinum og gestur þeirra að þessu sinni var Eggert Aron Guðmundsson, leikmaður Stjörnunnar.
Age Hareide landsliðsþjálfari tilkynnti hóp sinn á dögunum fyrir leikina gegn Slóvakíu og Portúgal og þar var eitt og annað athyglisvert.
„Ég hefði viljað sjá Dag Dan í þessum hóp. Þetta eru leikir sem eru ekki upp á neitt,“ sagði Hrafnkell.
„Hann er að spila í hægri bakverðinum hjá Orlando og staðið sig vel. Það hefur verið vandræðastaða hjá okkur.“
Umræðan í heild er í spilaranum.