Önnur breyting hefur verið gerð á hópi íslenska karlalandsliðsins fyrir komandi leiki gegn Slóvakíu og Portúgal í undankeppni EM 2024.
Áðan var greint frá því að Gylfi Þór Sigurðsson yrði ekki með vegna meiðsla og kemur Andri Lucas Guðjohnsen inn í hans stað.
Það er þó ekki breytingin því Mikael Egill Ellertsson kemur inn í hópinn fyrir Mikael Neville Anderson sem er meiddur.
Ísland mætir Slóvakíu 16. nóvember og Portúgal þremur dögum síðar. Báðir leikirnir fara fram ytra.