Íþróttavikan heldur áfram að rúlla á 433 og í Sjónvarpi Símans. Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson hafa umsjón með þættinum og gestur þeirra að þessu sinni er Eggert Aron Guðmundsson, leikmaður Stjörnunnar.
Eggert var einn allra besti leikmaður Bestu deildarinnar í sumar og ræðir hann tímabilið, framtíðina og mun fleira í þættinum.
Þá eru landsliðin í handbolta og fótbolta rædd og enski boltinn tekinn fyrir svo eitthvað sé nefnt.
Hægt er að horfa á þáttinn í spilaranum eða í Appi/VOD Sjónvarpi Símans á svæði Hringbrautar.
Þátturinn kemur þá út á hlaðvarpsveitur í fyrramálið.