Breyting hefur verið gerð á landsliðshópi karla fyrir komandi leiki gegn Slóvakíu og Portúgal í undankeppni EM 2024.
Gylfi Þór Sigurðsson, sem sneri aftur í landsliðið í síðasta glugga, er meiddur og getur ekki tekið þátt í leikjunum. Ljóst er að þetta er högg fyrir íslenska liðið enda Gylfi einn besti leikmaður þess.
Í hans stað kemur Andri Lucas Guðjohnsen sem áður var í U21 landsliðshópnum fyrir komandi glugga en er hann kallaður í A-landsliðið.
Ísland mætir Slóvakíu 16. nóvember og Portúgal þremur dögum síðar. Báðir leikirnir fara fram ytra.
Breyting á leikmannahópi A landsliðs karla fyrir nóvember-leikina við Slóvakíu og Portúgal. Gylfi Þór Sigurðsson er meiddur og verður ekki með. Í hans stað kemur Andri Lucas Guðjohnsen. pic.twitter.com/q0yqp8ouGE
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) November 10, 2023