Starf Erik ten Hag hjá Manchester United er ekki í hættu ef þú spyrð goðsögn félagsins, Paul Scholes sem fylgist grant með gangi mála.
Gengi Man Utd hefur ekki verið nógu gott í vetur og á í liðið í hættu á að detta úr leik í Meistaradeildinni eftir tap gegn FC Kaupmannahöfn í vikunni.
Scholes er þó viss um að Ten Hag fái tíma til að snúa genginu við en Man Utd hafnaði í þriðja sæti deildarinnar á síðustu leiktíð undir hans stjórn.
Stuðningsmenn Man Utd eru að fá nóg af Hollendingnum en Scholes er viss um að hann fái enn meiri tíma til að laga stöðuna.
,,Að mínu mati þá er enn ekki svo mikil pressa á Erik ten Hag, hann átti gott ár og hefur keypt sér tíma. Leikmenn hafa glímt við meiðsli en níu töp í 17 leikjum er ekki nógu gott,“ sagði Scholes.
,,Ég veit vel að United hefur rekið þjálfara áður en ég tel að þeir hafi ekki efni á því mikið lengur, við þurfum að leyfa þessum manni að sinna starfinu.“