Jadon Sancho er áfram úti í kuldanum hjá Manchester United en enskir miðlar fylgjst vel með því sem hann gerir á samfélagsmiðlum.
Englendingurinn ungi, sem kom til United fyrir 73 milljónir punda frá Dortmund 2021, hefur átt í stríði við knattspyrnustjórann Erik ten Hag og fær ekki að koma nálægt aðalliðinu.
Það er talið næsta víst að hann fari í janúar en hvert er ekki ljóst.
Enskir miðlar vekja nú athygli á því að síðustu fjögur „like“ Sancho á samfélagsmiðlum séu á færslur Real Madrid og Dortmund.
Sancho hefur verið orðaður við endurkomu til Dortmund en félagið gæti átt í vandræðum með launapakka hans.
Það er hins vegar öllu ólíklegra að Real Madrid taki sénsinn á Sancho.