David De Gea gæti loks verið að skrifa undir hjá nýju félagi ef marka má spænska miðla.
Markvörðurinn hefur verið án félags síðan samningur hans við Manchester United rann út í sumar en hann var ekki endurnýjaður.
Nú gæti hann verið að fá vinnu á ný en Eldes Marque segir frá því að hann eigi í viðræðum við Real Betis.
Betis gæti reynst spennandi kostur fyrir De Gea sem spilaði áður í spænska boltanum með Atletico Madrid áður en hann fór til United 2011.
Betis situr í sjötta sæti La Liga og er efst í sínum riðli í Evrópudeildinni.